Fara í innihald

Sævar Helgi Bragason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sævar Helgi Bragason (f. 17. apríl 1984), kallaður Stjörnu-Sævar, jarðfræðingur og kennari er umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins. Sævar hefur einnig komið að sjónvarpsþáttagerð hjá RÚV og haldið fyrirlestra um vísindatengt efni fyrir almenning.

Sólmyrkvagleraugu

[breyta | breyta frumkóða]

Sævar, ásamt Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og Hótel Rangá, bauð öllum grunnskólabörnum sólmyrkvagleraugu vegna sólmyrkvans 20. mars 2015.

Gagnrýni á ljósmengun Friðarsúlunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Sævar gagnrýndi endurbætur á Friðasúlunni 2024, sem mundi gera hana bjartari og því auka ljósmengun.