Sálarrannsóknafélag Íslands
Útlit
Sálarrannsóknarfélag Íslands var stofnað 19. desember 1918. Aðalhvatamenn að stofnun félagsins voru rithöfundurinn Einar H. Kvaran og biblíuþýðandinn og prófessorinn séra Haraldur Níelsson. Fyrsti forseti félagsins var Einar H. Kvaran og varaforseti var Haraldur Níelsson.
Einn megintilgangur félagsins er kynning á sálarrannsóknum nútímans, auk þess að stuðla að mann- og hugrækt og standa að almennri fræðslu um andleg mál.
Félagið stendur fyrir skyggnilýsingum, þjálfun í andlegum hæfileikum og miðilshæfileikum auk fyrirlestra um efni tengt dulspeki og spíritisma.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Hermannsdóttir, Viktoría (21 maí 2025). „Upptökur af miðilsfundum fundust í kjallara Sálarrannsóknarfélagsins“. ruv.is. Sótt 21 maí 2025.
- Bjarni Guðmarsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson; Ekki dáin – bara flutt: spíritismi á Íslandi fyrstu fjörutíu árin (Skerpla, Reykjavík, 1996). ISBN 9789979903192 – OCLC-skrá