Ryūnosuke Akutagawa
Útlit
Ryūnosuke Akutagawa (芥川 龍之介); (1. mars 1892 – 24. júlí 1927) var japanskur rithöfundur. Litið er á hann sem föður japönsku smásögunnar, en hann var þekktur fyrir frábæran stíl og hversu fínt auga hann hafði fyrir smáatriðum. Sögur hans fjölluðu margar um svartari hliðar mannlegs eðlis.