Fara í innihald

Royal Mail

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauður póstkassi

Royal Mail (velska: Post Brenhinol, gelíska: Oifis a' Phuist) er póstþjónusta í Bretlandi. Royal Mail er það fyrirtæki sem sér um söfnun og sendingu pósts á Bretlandi. Setja má bréf í póstkassa (sem eru allir rauðir og gerðir úr steypujárni) eða fara á pósthús til að senda bréf. Royal Mail ber út bréf og pakka á hverjum degi nema á sunnudögum og á almennum frídögum.

Royal Mail var stofnað árið 1660. Það varð til í núverandi formi árið 1969 við upplausn fyrirtækisins General Post Office. Félagið var lengi hlutafélag í eigu breska þingsins. Hafið var að einkavæða Royal Mail árið 2013.[1] Ríkið hélt í fyrstu 30 prósenta eignarhlutfalli í félaginu en seldi síðustu hlutabréf sín í því árið 2015 og batt þannig enda á 499 ára almannaeign félagsins.[2]

Árið 2006 voru 84 milljónir hluta bornir út með Royal Mail og 14.376 pósthús voru í eigu fyrirtækisins. Royal Mail hafði einokun á póstþjónustu til ársins 2006.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Einkavæðing póstsins hefst á næstu vikum“. Viðskiptablaðið. 12. september 2013. Sótt 18. desember 2019.
  2. „Royal Mail: Final stake sale raises £591m“ (enska). BBC News. 13. október 2015. Sótt 18. desember 2019.
  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.