Rosslyn-kapellan
Útlit
Rosslyn-kapellan er kirkja í bænum Roslin í Skotlandi frá miðöldum. Aðalsmaðurinn Sir William Sinclair (einnig stafsett St Clair), þriðji og síðasti St Clair prins Orkneyja hóf undirbúning að byggingu hennar um 1440 en 1446 er talið marka stofnun hennar.
Kirkjan er skreytt af mikilli natni og má meðal annars sjá lífsferli mannsins gerð skil á veggjunum, allt til grafar. Nýlega var uppgötvað að í loftskreytingunum er að finna dulkóðaða nótnaforskrift fyrir tónlist sem virðist líkjast barnagælum.
Fjölmargar goðsagnir hafa fylgt kirkjunni, nú síðast vegna skáldsögunnar Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsafn Scotsman.com um Rosslyn-kapelluna
- Vefur Rosslyn-kapellunnar