Ronja ræningjadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ronja ræningjadóttir er aðalpersóna samnefndrar barnabókar eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren. Bókin kom fyrst út árið 1981 en síðan þá hefur hún verið þýdd á að minnsta kosti 39 tungumál auk þess sem sagan hefur verið sett á svið í fjölmörgum löndum og verið kvikmynduð.

Ronja er stelpa sem alin er upp hjá föður sínum Matthíasi í Matthíasarskógi. Matthías er foringi ræningjaflokks og væntir þess að Ronja verði leiðtogi flokksins þegar fram líða stundir. Í skóginum er kastali sem splundrast hefur í tvennt og búa þau feðgin í öðrum helmingi hans ásamt ræningjaflokki Matthíasar. Í hinum helmingnum býr ræningjaflokkur undir forystu Borka nokkurs og ríkja mikil illindi á milli flokkanna tveggja.

Borki á son að nafni Birkir og er hann fyrsta barnið sem Ronja hittir. Stuttu eftir að þau hittast fyrst bjargar Ronja honum úr háska og þau verða góðir vinir í kjölfarið en gæta þess að halda vináttu sinni leyndri. Seinna hlaupast þau á brott frá feðrum sínum, búa í helli og upplifa ýmis ævintýri. Að lokum sameinast fjölskyldurnar og sjá eftir óheiðarleika sínum og sögunni lýkur með því að Ronja og Birkir ákveða að ræningjalífið sé ekki það líf sem þau vilja lifa.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Ronia, the Robber's daughter“ á ensku útgáfu Wikipedia. Skoðað 16. ágúst 2019