Robert Aschberg
Útlit
Robert Aschberg (fæddur 19. mars 1952 í Stokkhólmi, Svíþjóð) er sænskur blaðamaður og framleiðandi sjónvarpsþátta. Hann er best þekktur sem þáttastjórnandi sjónvarpsþáttanna Baren, Diskutabelt, Folkhemmet, Insider, Expedition Robinson og Grannfejden á TV3. Robert hefur skrifað og birt háðsdeilubréf til þekktra einstaklinga undir dulnefninu Otto Ruben Svensson.
Þátttaka í pólitík
[breyta | breyta frumkóða]Á undanförnum árum hefur Robert látið sig innflytjendamál varða. Í blaðinu Expressen hvatti hann fólk til að kjósa ekki Svíþjóðardemókratana og sagði atkvæði til flokksins vera atkvæði til glæpamanna.