Landfræðiflikra
Útlit
(Endurbeint frá Rhizocarpon geographicum)
Landfræðiflikra | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Landfræðiflikra á ljósu grjóti í Sviss.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Ekki metið
(IUCN)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Rhizocarpon geographicum |
Landfræðiflikra (fræðiheiti: Rhizocarpon geographicum) er fléttutegund af flikruætt. Landfræðiflikra er ein algengasta fléttan á Íslandi. Hún vex á basalti og finnst nánast á hverjum steini.[1]
Efnafræði
[breyta | breyta frumkóða]Landfræðiflikra inniheldur rhizócarpinsýru, psóróminsýru og barbatinsýru.[1]
Þalsvörun landfræðiflikru er K- fyrir miðlag, C-, KC-, P+ gult og J+ blátt.[1]
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Gulur litur landfræðiflikru gerir hana áberandi innan um aðrar fléttur.
-
Hér er litur landfræðiflikrunnar skærgulur en hann getur verið daufari eða grænleitari.
-
Hér hafa landfræðiflikrurnar breitt úr sér og byrjað að vaxa saman.
-
Teikning af landfræðiflikru frá árinu 1794.
-
Miðjan er elsti hluti þals landfræðiflikru. Hér hefur miðjan eyðst en jaðrarnir tóra enn á steininum.
-
Nærmynd af reitaskiptu þali landfræðiflikru.
-
Hér er svo mikið af landfræðiflikru að hún litar skriðu gulleita.