Fara í innihald

Reykjahlíð (Reykjavík)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjahlíð er gata í Hlíðahverfinu í Reykjavík.

Gatan liggur frá Eskihlíð í suðri, norður að Miklubraut á móts við mitt Klambratún. Hún heldur síðan áfram sem stubbur norðan túnsins frá Flókagötu á móts við Kjarvalsstaði í beina stefnu miðað við syðri hluta götunnar og endar við Háteigsveg. Það liggur malbikuð göngubraut yfir Klambratúnið sem tengir götuhlutana tvo.