Verslunargata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verslunargata í Vigo á Spáni.

Verslunargata er gata í miðjum eða borg þar sem fjölda verslana er að finna. Við verslunargötur eru oftast fataverslanir, skartgripaverslanir og aðrar slíkar verslanir sem selja munaðarvörur. Framhliðar slíkra verslana eru oft með aðaldyrum og stórum gluggum sem snúa út að götunni. Verslunargötur er oft að finna saman á einu svæði og mynda saman verslunarhverfi. Í litlum borgum er aðeins ein aðalverslunargata eða tvær, en í stærri geta þær verið æði margar.

Nú á dögum eru verslunarmiðstöðvar mjög vinsælar sem hefur valdið hnignun margra verslunargatna um heim allan.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.