Refir
Refur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rauðrefur (Vulpes vulpes) í snjó.
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
|
Refir (fræðiheiti: Vulpini) eru lítil og meðalstór rándýr af hundaætt (Canidae). Til eru um 27 tegundir refa. Refir lifa í flestum heimsálfum en algengastir þeirra eru rauðrefir (Vulpes vulpes). Refir eru þekktir úr þjóðsögum margra þjóða um allan heim.
Nöfn á refum eru ólík nöfnum flestra annarra hunddýra. Karldýrið er oftast nefnd steggur eða högni en einnig kemur fyrir að það séu nefnt refur. Kvendýrið er nefnt læða eða bleyða en einnig kemur fyrir að það sé nefnt tófa. Afkvæmi refa kallast yrðlingar en í refarækt er þó oft talað um hvolpa.
Almenn einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Flestir refir lifa í tvö til þrjú ár en geta lifað í allt að tíu ár og jafnvel lengur í dýragörðum. Flestar tegundir refa eru á stærð við holdugan heimiliskött og því töluvert minni en aðrar tegundir innan hundaættar, svo sem úlfar, sjakalar, og hundar.
Refir hafa venjulega hvasst trýni og þykkloðna rófu sem kölluð er tæfill. Flest önnur einkenni eru breytileg eftir heimkynnum refa. Eyðimerkurrefir hafa til að mynda stór eyru og snöggan feld en heimskautarefir hafa lítil eyru og þykkan og hlýjan feld.
Refir eru yfirleitt ekki hópdýr, ólíkt flestum öðrum tegundum innan hundaættar. Þeir eru jafnan einfarar og tækifærissinnar þegar kemur að æti. Þeir veiða oftast lifandi bráð en éta einnig hræ, ávexti og ber.
Refir eru frekar mannfælnir en hitt og verða seint taldir góð gæludýr. Það er helst að temja megi silfurrefi eins og í Rússlandi þar sem þeir hafa verið ræktaðir í um hálfa öld. Þrátt fyrir mannfælni villtra refa sjást þeir býsna oft nálægt mannabústöðum.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Til refa teljast eftirfarandi ættkvíslir:
Vulpes |
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvað verða refir gamlir?“. Vísindavefurinn.
- „Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?“. Vísindavefurinn.
- „Geta hundar og refir eignast saman afkvæmi?“. Vísindavefurinn.
- „Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?“. Vísindavefurinn.
- „Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?“. Vísindavefurinn.
- „Hvernig erfist litur á feldi tófunnar?“. Vísindavefurinn.
- „Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?“. Vísindavefurinn.
- Refaveiðar; grein í Morgunblaðinu 1971
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jan Zrzavý, Věra Řičánková: Phylogeny of Recent Canidae (Mammalia, Carnivora): Relative Reliability and Utility of Morphological and Molecular Datasets. Zoologica Scripta 33 (4), 2004, S. 311–333