Rauð blóðkorn
Útlit
(Endurbeint frá Rautt blóðkorn)
Rauð blóðkorn eða rauðkorn eru algengustu blóðkorn í blóði. Þau eru disklaga, kjarnalaus, og sjá um að tengjast súrefni og koltvísýringi og bera það um líkamann. Rauð blóðkorn eru mynduð í beinmerg en einnig í milta hjá ungviði og eitlum og lifur í fóstri.
Rauð blóðkorn eru, eins og nafnið bendir til, rauð að lit sem stafar af hemóglóbíni (eða blóðrauða). Það inniheldur járn sem binst súrefni og koltvísýringi. Koltvísýringur getur þó einnig bundist próteinefni rauðu blóðkornanna.
Líftími rauðkorna eru fáar vikur en stundum mánuðir. Fjöldi þeirra fer eftir súrefnisþörf líkamans. Þannig geta þolin hlaupadýr fengið auka skammt úr milta á meðan önnur dýr, svo sem maðurinn þarf að þjálfa sig upp til að þola slíka áreynslu.