Eitill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eitill

Eitlar eru sporöskju- eða baunalaga hnúðar á vessaæðum líkamans og koma oft fyrir í þyrpingum meðfram þeim. Eitlar sía og hreinsa vessa sem berst frá vessaæðum inn í eitlana af framandi efnum. Þessi síun gerist með þrennum hætti. Framandi efni eru gleypt af átfrumum, T-eitilfrumur seyta efni sem drepur örverur og plasmafrumur sem myndast úr B-eitilfrumum mynda mótefni. Þessar frumugerðir eru mismundi gerðir af hvítkornum. B- og T-frumur geta farið úr eitlum og borist með vessa um allan líkamann.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.