Fara í innihald

Rauðyllir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðyllir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Stúfubálkur (Dipsacales)
Ætt: Geitblaðsætt (Adoxaceae)
Ættkvísl: Yllir (Sambucus)
Tegund:
S. racemosa

Tvínefni
Sambucus racemosa
L.
Undirtegundir
List source :[1]

Rauðyllir (fræðiheiti: Sambucus racemosa) er tegund af ylli[2][3] sem ýmist er skipt í allnokkrar undirtegundir eða sjálfstæðar tegundir.

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Rauðyllir er uppruninn frá Evrópu, norðurhluta Asíu, og Norður-Ameríku.[1] Hann vex í frjósömum og rökum jarðvegi, á árbökkum og skógum.[4]

Rauðyllir er runni eða tré allt að 6 metra hátt. Stofninn og greinarnar eru með mjúkum kjarna.

Hvert blað er samsett af 5 til 7 blaðlaga smáblöðum, hvert að 16 sm langt, lensulaga til mjóegglaga, og óreglulega tennt á jaðrinum. Blöðin eru með óþægilega lykt ef þau eru kramin.[5]

Blómskipunin vægt keilulaga. Blómaknúpparnir eru bleikleitir óopnaðir, ilmandi blómin hvít, rjómahvít til gulleit.[4]

Berin eru fagurrauð, jafnvel purpuralituð, með 3 til 5 fræjum.

Afbrigði og undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Stofnar, rætur og blöð eru eitruð og berin geta verið eitruð eða valdið velgju ef þau eru étin hrá.[15]

Til lækninga

[breyta | breyta frumkóða]

Hann hefur verið notaður í hefðbundnar lækningar innfæddra, þar á meðal Bella Coola, Carrier, Gitksan, Hesquiaht, Menominee, Northern Paiute, Ojibwa, Paiute, og Potawatomi.[4][16] Þar á meðal til uppkasta, stemmandi (hægðir), gegn kvefi og hósta, við húðvandamálum og kvenlækningar og blóðstemmandi.[16]

Berin eru talin örugg til átu ef þau eru elduð, en yfirleitt eitruð hrá. Þau voru nýtt af ýmsum innfæddum ættflokkum, þar á meðal Apache, Bella Coola, Gitxsan, Gosiute, Makah, Ojibwa, Quileute, Skokomish og Yurok.[4]

Berin eru vinsæl hjá fuglum sem svo dreifa berjunum.[17]

Sambucus racemosa er ræktaður sem skrautplanta eða runni og til að forma landslag.[15]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Sambucus racemosa was originally described and published in Species plantarum 1:270. 1753. Sambucus racemosa. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Sótt 8. desember 2012.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Sambucus racemosa. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 28. október 2015.
  3. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 „NPIN Database“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2016. Sótt 14. apríl 2018.
  5. Trees, Shrubs, and Woody Vines of North Carolina: Red Elderberry (Sambucus racemosa var. pubens)
  6. ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa ssp. kamtschatica
  7. Calflora: Sambucus racemosa var. melanocarpa
  8. „USDA Plants Profile for Sambucus racemosa var. melanocarpa (Rocky Mountain elder)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2017. Sótt 14. apríl 2018.
  9. Jepson eFlora: Sambucus racemosa var. melanocarpa
  10. ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa subsp. racemosa
  11. Calflora: Sambucus racemosa var. racemosa
  12. „USDA Plants Profile for Sambucus racemosa var. racemosa (red elderberry)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2017. Sótt 14. apríl 2018.
  13. Jepson eFlora: Sambucus racemosa var. racemosa
  14. ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa ssp. sibirica
  15. 15,0 15,1 „NPIN−Lady Bird Johnson Wildflower Center: Sambucus racemosa (Red elderberry)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2016. Sótt 14. apríl 2018.
  16. 16,0 16,1 University of Michigan at Dearborn: Native American Ethnobotany for Sambucus racemosa
  17. Pojar, J. & A. MacKinnon. (1994). Plants of the Pacific Northwest. Lone Pine Publishing. ISBN 1-55105-042-0

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.