Rauðfeldsgjá
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Rauðfeldsgjá er djúp gjá sem skerst inn í austanvert Botnsfjall (406 m) vestan við Hnausahraun. Hægt er að ganga inn eftir gjánni, sem er þröng, dimm og djúp og klýfur Botnsfjall niður í rætur. Þegar komið er inn fyrir gættina, blasa á hvora hönd við lóðréttir móbergsveggir, er slúta fram á nokkrum stöðum og byrgja fyrir birtu niður að botni gjárinnar. Þar steypist niður lækurinn Sleggjubeina í háum fossi ofan í gjána. Nafnið er dregið af frænda Bárðar snæfellsás sem hét Raufeldur en Bárður henti Rauðfeldi ofan í gjána.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
