Rauðfeldsgjá
Útlit
64°47′56″N 23°39′00″V / 64.799003°N 23.650016°V

Rauðfeldargjá (einnig Rauðfeldsgjá) er djúp gjá sem skerst inn í austanvert Botnsfjall (406 m) vestan við Hnausahraun. Hægt er að ganga inn eftir gjánni, sem er þröng, dimm og djúp og klýfur Botnsfjall niður í rætur. Þegar komið er inn fyrir gættina, blasa á hvora hönd við lóðréttir móbergsveggir, er slúta fram á nokkrum stöðum og byrgja fyrir birtu niður að botni gjárinnar. Þar steypist niður lækurinn Sleggjubeina í háum fossi ofan í gjána. Nafnið er dregið af frænda Bárðar snæfellsás sem hét Raufeldur en Bárður henti Rauðfeldi ofan í gjána.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
