Rauðyllir
Rauðyllir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sambucus racemosa L. | ||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||
|
Rauðyllir (fræðiheiti: Sambucus racemosa) er tegund af ylli[2][3] sem ýmist er skipt í allnokkrar undirtegundir eða sjálfstæðar tegundir.
Útbreiðsla og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Rauðyllir er uppruninn frá Evrópu, norðurhluta Asíu, og Norður-Ameríku.[1] Hann vex í frjósömum og rökum jarðvegi, á árbökkum og skógum.[4]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Rauðyllir er runni eða tré allt að 6 metra hátt. Stofninn og greinarnar eru með mjúkum kjarna.
Hvert blað er samsett af 5 til 7 blaðlaga smáblöðum, hvert að 16 sm langt, lensulaga til mjóegglaga, og óreglulega tennt á jaðrinum. Blöðin eru með óþægilega lykt ef þau eru kramin.[5]
Blómskipunin vægt keilulaga. Blómaknúpparnir eru bleikleitir óopnaðir, ilmandi blómin hvít, rjómahvít til gulleit.[4]
Berin eru fagurrauð, jafnvel purpuralituð, með 3 til 5 fræjum.
Afbrigði og undirtegundir
[breyta | breyta frumkóða]- Sambucus racemosa subsp. kamtschatica — ættaður frá norðaustur-Asíu.[6]
- Sambucus racemosa var. melanocarpa — Svartberjayllir, ættaður frá vesturhluta Bandaríkjanna og vesturhluta Kanada, þar á meðal Klettafjöllunum og í Sierra Nevada.[7][8][9]
- Sambucus racemosa subsp. pubens — Dúnyllir, Rauðberjayllir
- Sambucus racemosa subsp. racemosa — Rauðberjayllir.[10]
- Sambucus racemosa var. racemosa — [11][12][13]
- Sambucus racemosa subsp. sibirica — Síberíuyllir, ættaður frá Síberíu.[14]
- Sambucus racemosa subsp. sieboldiana — Japansrauðyllir
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Stofnar, rætur og blöð eru eitruð og berin geta verið eitruð eða valdið velgju ef þau eru étin hrá.[15]
Til lækninga
[breyta | breyta frumkóða]Hann hefur verið notaður í hefðbundnar lækningar innfæddra, þar á meðal Bella Coola, Carrier, Gitksan, Hesquiaht, Menominee, Northern Paiute, Ojibwa, Paiute, og Potawatomi.[4][16] Þar á meðal til uppkasta, stemmandi (hægðir), gegn kvefi og hósta, við húðvandamálum og kvenlækningar og blóðstemmandi.[16]
Til matar
[breyta | breyta frumkóða]Berin eru talin örugg til átu ef þau eru elduð, en yfirleitt eitruð hrá. Þau voru nýtt af ýmsum innfæddum ættflokkum, þar á meðal Apache, Bella Coola, Gitxsan, Gosiute, Makah, Ojibwa, Quileute, Skokomish og Yurok.[4]
Berin eru vinsæl hjá fuglum sem svo dreifa berjunum.[17]
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Sambucus racemosa er ræktaður sem skrautplanta eða runni og til að forma landslag.[15]
Images
[breyta | breyta frumkóða]-
Blöð og brum rauðberjayllis
-
Blóm og blöð
-
Berjaklasi
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Sambucus racemosa was originally described and published in Species plantarum 1:270. 1753. „Sambucus racemosa“. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Sótt 8. desember 2012.
- ↑ USDA, NRCS (n.d.). „Sambucus racemosa“. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 28. október 2015.
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 „NPIN Database“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2016. Sótt 14. apríl 2018.
- ↑ Trees, Shrubs, and Woody Vines of North Carolina: Red Elderberry (Sambucus racemosa var. pubens)
- ↑ ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa ssp. kamtschatica
- ↑ Calflora: Sambucus racemosa var. melanocarpa
- ↑ „USDA Plants Profile for Sambucus racemosa var. melanocarpa (Rocky Mountain elder)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2017. Sótt 14. apríl 2018.
- ↑ Jepson eFlora: Sambucus racemosa var. melanocarpa
- ↑ ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa subsp. racemosa
- ↑ Calflora: Sambucus racemosa var. racemosa
- ↑ „USDA Plants Profile for Sambucus racemosa var. racemosa (red elderberry)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2017. Sótt 14. apríl 2018.
- ↑ Jepson eFlora: Sambucus racemosa var. racemosa
- ↑ ITIS Standard Report Page: Sambucus racemosa ssp. sibirica
- ↑ 15,0 15,1 „NPIN−Lady Bird Johnson Wildflower Center: Sambucus racemosa (Red elderberry)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2016. Sótt 14. apríl 2018.
- ↑ 16,0 16,1 University of Michigan at Dearborn: Native American Ethnobotany for Sambucus racemosa
- ↑ Pojar, J. & A. MacKinnon. (1994). Plants of the Pacific Northwest. Lone Pine Publishing. ISBN 1-55105-042-0
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- CalFlora Database: Sambucus racemosa (red elderberry, American red elder)
- Jepson Manual (JM93) treatment of Sambucus racemosa
- Jepson eFlora (TJM2) treatment of Sambucus racemosa
- Burke Museum Profile Geymt 2 ágúst 2009 í Wayback Machine
- UC Photos gallery — Sambucus racemosa