Rauðarárvík
Útlit
64°8′45″N 21°54′54″V / 64.14583°N 21.91500°V Rauðarárvík er vík í ströndinni norðan við Hlemm í Reykjavík, þar norðan við norðurenda Snorrabrautar. Áður en Sæbraut var lögð, með mikilli landfyllingu, stóð hún undir nafni sem vík, en í dag sést varla móta fyrir henni nema fólk viti af henni. Hún er þó merkt inn á sum götukort, t.d. í símaskránni. Víkin dró nafn sitt af ánni sem í hana féll, rétt eins og Rauðarárstígur gerir. Áin -- Rauðará -- sem er reyndar bara lækur -- rennur úr Norðurmýri en er nú í ræsi.
Þessi landafræðigrein sem tengist sögu og Reykjavíkur er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.