Rannveig H. Líndal
Útlit
Rannveig Hansdóttir Líndal (29. janúar 1883 - 15. júlí 1955) frá Lækjarmóti í Víðidal var kennari við húsmæðraskóla bæði á Blönduósi og á Staðafelli. Hún var barnakennari á Grænlandi 1921-1923 og hélt þá dagbók um dvöl sína. Hún var í fimm ár umferðakennari í verklegum fræðum á Norðurlandi. Hún var kennari við Tóvinnuskólann á Svalbarði og forstöðukona skólans síðustu níu ár ævi sinnar.