Ranger 8
Útlit
Ranger 8 var geimfar sem sent var til Tunglsins 17. febrúar 1965 og var ætlað að taka ljósmyndir í hárri upplausn af yfirborði Tunglsins rétt áður en það myndi brotlenda. Geimfarið náði Tunglinu 20. febrúar og brotlenti eins og gert hafði verið ráð fyrir. Síðustu 23 mínútur ferðarinnar sendi það 7.137 ljósmyndir til Jarðar.