Fara í innihald

Rafsuða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafsuða er hugtak sem er haft um það að festa saman málmhluti með því að nota rafstraum til að hita snertifleti að bræðslumarki. Þeim er svo ýtt saman og fyllt í samskeyti og eyður með heppilegum málmblöndum. Ekki má rugla rafsuðu saman við logsuðu, en í hinu fyrrnefnda er notast við rafmagn, en hinu síðarnefnda gas.

Rúlluvél og pinnavél

[breyta | breyta frumkóða]

Til eru tvær gerðir af rafsuðutækjum: rúlluvél og pinnavél. Rúlluvélin notast við hlífðargas eða kápu utanum vír til varnar því að súrefni komist í suðu og eyðileggi hana. Þá er vír af vírrúlllu bræddur í fletina sem á að sjóða saman. Í pinnavél, er notaður pinni sem er festur við rafsuðutöng. Töngin og kapallinn er tengdur við for- (+) og bakskaut (-) vélarinnar, fer eftir efni og vír. Skoltaklemma með mínus eða plús vélarinnar er tengd við fletina sem á að sjóða. Pinninn er þá látinn strjúkast við málminn en við það myndast blossi.

Helstu öryggistæki við rafsuðu er suðuhjálmur og hanskar. Hjálmurinn kemur í veg fyrir að rafsuðumaður fái neista í andlitið eða ljósblindu og hanskarnir að neistar brenni húðina.

Við rafsuðu kemur gjall á málminn sem er bruni hans. Það er hreinsað með því að nota gjallhamar, en með honum er það lamið burt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.