Fara í innihald

Róttæki vinstriflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Radikale Venstre)
Róttæki vinstriflokkurinn
Radikale Venstre
Leiðtogi Sofie Carsten Nielsen
Formaður Svend Thorhauge
Varaformaður Clara Halvorsen[1]
Aðalritari Lars Beer Nielsen
Stofnár 21. maí 1905; fyrir 119 árum (1905-05-21)
Höfuðstöðvar Christiansborg 1240, Kaupmannahöfn, Danmörku
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálslyndi, miðjustefna, Evrópusamvinna
Einkennislitur Bleikur og gulur
Sæti á þjóðþinginu
Sæti á Evrópuþinginu
Listabókstafur B
Vefsíða fremad.radikale.dk/

Róttæki vinstriflokkurinn (danska: Radikale Venstre) er danskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var árið 1905. Þrátt fyrir nafnið er flokkurinn talinn tilheyra hinni frjálslyndu miðju í dönskum stjórnmálum og hefur í gegnum árin tekið þátt í stjórnarsamstörfum og stutt minnihlutastjórnir bæði vinstri- og hægriflokka. Ein helsta hugsjón flokksins gengur út á samvinnu milli stjórnmálaflokka.[2]

Flokkurinn er aðili að Alþjóðasambandi frjálslyndra flokka og Bandalagi frjálslyndra og demókrata fyrir Evrópu (ALDE). Meðlimir flokksins sitja með Evrópuhópnum Endurnýjum Evrópu á Evrópuþinginu.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Róttæki vinstriflokkurinn varð til árið 1905 með klofningi úr frjálslynda flokknum Venstre. Klofningurinn átti sér stað þegar hernaðarandstæðingar voru reknir úr Venstre í janúar 1905. Brottreknu flokksmeðlimirnir héldu stofnfund nýja Róttæka vinstriflokksins í Óðinsvéum þann 21. maí sama ár. Auk þess að vera mótfallnir auknum ríkisútgjöldum til hernaðarmála vildu meðlimir Róttæka vinstriflokksins beita ríkisvaldinu á virkari hátt til að draga úr félagslegum ójöfnuði. Flokkurinn tilheyrði hreyfingu svokallaðrar „menningarlegrar róttækni“ (d. Kulturradikalisme) og var hlynntur ákveðnum einkennum velferðarríkis í Danmörku. Jafnframt vildi Róttæki vinstriflokkurinn bæta stöðu leigubænda, sem voru meðal fyrstu stuðningsmanna flokksins.[3][4]

Stjórnmálastefna flokksins var undir áhrifum frá hugmyndum hagfræðinganna Henry George og Johns Stuart Mill.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Landsformænd“ (danska). Róttæki vinstriflokkurinn. Sótt 1. apríl 2021.
  2. Kold, Lotte Flugt (30. apríl 2012). „Det Radikale Venstre“. danmarkshistorien.dk (danska). Sótt 1. apríl 2021.
  3. Alastair H. Thomas, ritstjóri (2010). „Radical Liberal Party“. The A to Z of Denmark. Scarecrow Press. bls. 340–341. ISBN 1461671841. {{cite web}}: |url= vantar (hjálp)
  4. „Det Radikale Venstre“. Den Store Danske Encyklopædi. Gyldendal. 11. júlí 2013.
  5. Maria Eugenia Mata; Michalis Psalidopoulos (6. desember2001). Economic Thought and Policy in Less Developed Europe (enska). Routledge. bls. 23. ISBN 978-1-134-51496-0.