Róttæki vinstriflokkurinn
Róttæki vinstriflokkurinn Radikale Venstre | |
---|---|
Leiðtogi | Sofie Carsten Nielsen |
Formaður | Svend Thorhauge |
Varaformaður | Clara Halvorsen[1] |
Aðalritari | Lars Beer Nielsen |
Stofnár | 21. maí 1905 |
Höfuðstöðvar | Christiansborg 1240, Kaupmannahöfn, Danmörku |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Frjálslyndi, miðjustefna, Evrópusamvinna |
Einkennislitur | Bleikur og gulur |
Sæti á þjóðþinginu | |
Sæti á Evrópuþinginu | |
Listabókstafur | B |
Vefsíða | fremad.radikale.dk/ |
Róttæki vinstriflokkurinn (danska: Radikale Venstre) er danskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var árið 1905. Þrátt fyrir nafnið er flokkurinn talinn tilheyra hinni frjálslyndu miðju í dönskum stjórnmálum og hefur í gegnum árin tekið þátt í stjórnarsamstörfum og stutt minnihlutastjórnir bæði vinstri- og hægriflokka. Ein helsta hugsjón flokksins gengur út á samvinnu milli stjórnmálaflokka.[2]
Flokkurinn er aðili að Alþjóðasambandi frjálslyndra flokka og Bandalagi frjálslyndra og demókrata fyrir Evrópu (ALDE). Meðlimir flokksins sitja með Evrópuhópnum Endurnýjum Evrópu á Evrópuþinginu.
Söguágrip
[breyta | breyta frumkóða]Róttæki vinstriflokkurinn varð til árið 1905 með klofningi úr frjálslynda flokknum Venstre. Klofningurinn átti sér stað þegar hernaðarandstæðingar voru reknir úr Venstre í janúar 1905. Brottreknu flokksmeðlimirnir héldu stofnfund nýja Róttæka vinstriflokksins í Óðinsvéum þann 21. maí sama ár. Auk þess að vera mótfallnir auknum ríkisútgjöldum til hernaðarmála vildu meðlimir Róttæka vinstriflokksins beita ríkisvaldinu á virkari hátt til að draga úr félagslegum ójöfnuði. Flokkurinn tilheyrði hreyfingu svokallaðrar „menningarlegrar róttækni“ (d. Kulturradikalisme) og var hlynntur ákveðnum einkennum velferðarríkis í Danmörku. Jafnframt vildi Róttæki vinstriflokkurinn bæta stöðu leigubænda, sem voru meðal fyrstu stuðningsmanna flokksins.[3][4]
Stjórnmálastefna flokksins var undir áhrifum frá hugmyndum hagfræðinganna Henry George og Johns Stuart Mill.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Landsformænd“ (danska). Róttæki vinstriflokkurinn. Sótt 1. apríl 2021.
- ↑ Kold, Lotte Flugt (30. apríl 2012). „Det Radikale Venstre“. danmarkshistorien.dk (danska). Sótt 1. apríl 2021.
- ↑ Alastair H. Thomas, ritstjóri (2010). „Radical Liberal Party“. The A to Z of Denmark. Scarecrow Press. bls. 340–341. ISBN 1461671841.
{{cite web}}
:|url=
vantar (hjálp) - ↑ „Det Radikale Venstre“. Den Store Danske Encyklopædi. Gyldendal. 11. júlí 2013.
- ↑ Maria Eugenia Mata; Michalis Psalidopoulos (6. desember2001). Economic Thought and Policy in Less Developed Europe (enska). Routledge. bls. 23. ISBN 978-1-134-51496-0.