Fara í innihald

RC Strasbourg Alsace

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Racing Club de Strasbourg Alsace.
Fullt nafn Racing Club de Strasbourg Alsace.
Gælunafn/nöfn Le Racing
Stofnað 24 Febrúar 1906(sem Fußball Club Neudorf)
Leikvöllur Stade de la Meinau
Stærð 26,109
Knattspyrnustjóri Fáni Frakklands Thierry Laurey
Deild Franska úrvalsdeildin
2021-22 6. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

RC Strasbourg er franskt Knattspyrnu lið frá Strasbourg . Heimavöllur félagsins heitir Stade de la Meinau .

Strasbourg hefur einungis unnið Frönsku úrvalsdeildina 1 sinni, liðið hefur ákveðna sérstöðu í Frakklandi varðandi það að þeir hafa spilað í tveimur deildum, þ.e þýsku deildunum og Ligue 1 frönsku. Það er vegna þess að borgin sem félagið kemur frá var um langa tíð hluti af Þýskalandi. Og hafa þeir þrisvar skipt um deild milli landa. Félagið er einnig eitt af 6 liðum frakklands til að hafa unnið 3 stærstu bikara landsins, þ.e Ligue 1, Coupe De ligue, sem er Deildarbikar þar í landi, og svo bikarinn sjálfan Coupe De France.

Félagið var stofnað 1906 af hópi ungmenna í Neudorf sem þá var hluti af Strasbourg, sem þá var hluti af Þýskalandi, með hjálp skóla kennara stofnuðu þau lið sem hét "Erster Fußball Club Neudorf", enn var gjarnan bara kallað "FC Neudorf". Hið nýja félag FC Neudorf var lítið félag á þeim tíma. Þau félög sem voru í grendinni voru sum hver stofnuð af þjóðverjum á svæðinu, FC Neudorf hóf að spila í neðri deildum Þýskalands árið 1909. Eftir einungis þrjú ár tókst þeim að sigra C Deildina,Alsace varð aftur hluti af Frakklandi eftir Fyrri heimsstyrjöldina og þann 11 Janúar 1919,skipti félagið yfir í nafnið "Racing-Club Strasbourg-Neudorf" Þangað til það var stytt í "Racing Club de Strasbourg"

Heimstyrjaldarárin

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Þjóðverjar hertóku Alsace tók félagið nafnið "Rasensportclub Straßburg", Það stóð þó stutt yfir og lék félagið á þeim árum í neðri deildum Þýskalands, í leik gegn "SG SS Straßburg" voru leikmenn Rasensportclub bláum treyjum, hvítum stuttbuxum og rauðum sokkum til að sína Franska þjóðerniskennd.

Aftur hluti af Frakklandi

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að bandamenn náðu aftur Alsace héraði af þjóðverjum, hóf félagið aftur að spila í frönsku úrvalsdeildinni, og hefur gert síðan. Gullaldar ár liðsins voru 1976-1980 enn á þeim árum tókst þeim m.a að lyfta Ligue 1 Franska deildarmeistara titlinum . Síðan þá hefur gengið verið upp og ofan, en 2019 tókst þeim að verða deildarbikarmeistarar með því að sigra lið Guingamp 4-1 í vítaspyrnukepppni.

Ligue 1 1978–79

Ligue 2(2.deild)1976–77, 1987–88, 2016–17

Alsace Meistarar:1923, 1924, 1926

Bikarmeistarar1950–51, 1965–66, 2000–01

Deildarbikarmeistarar1963–64, 1996–97, 2004–05, 2018–19

UEFA Intertoto Cup1995