Rúmelía
Útlit
Rúmelía (ottómantyrkneska: روم ايلى, Rum İli, sem þýðir Rómverjalandið, gríska: Ρωμυλία) er heiti sem notað var um evrópska hluta Tyrkjaveldis, þ.e.a.s. Balkanskaga. Á 11. og 12. öld var orðið „Rúmelía“ mun víðtækara og var einnig notað um Anatólíu en þá höfðu Tyrkir nýlega lagt hana undir sig.