Fara í innihald

Rúhapehú-fjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rúapehú.

Rúhapehú-fjall (enska/maóríska: Mount Ruapehu eða Ruapehu) er virk eldkeila á Norðurey Nýja-Sjálands. Það er staðsett á miðri eyjunni og er í Tongariro-þjóðgarðinum. Fjallið er hæsti punktur eyjunnar og hefur þrjá toppa: Tahurangi (2797 m), Te Heuheu (2755 m) og Paretetaitonga (2751 m). Andesít er helsta bergtegundin.

Á síðustu öldum hafa verið um 50 ára bil milli stórgosa: 1895, 1945 and 1995–1996. Árið 1945 stíflaði gjóska úr gosinu gígvatn og síðar eða árið 1953 brast hún og eðjustraumur (lahar) þusti niður á láglendi. Straumurinn fór í Whangaehu-fljót og eyðilagði Tangiwai-lestarbrúna rétt áður en lest kom þar að. 151 manns létu lífið. Árið 1996 hafði gos áhrif á flugumferð yfir landinu. Síðasta gos í fjallinu var árið 2007.

Í hlíðum fjallsins eru 2 skíðasvæði. Kvikmyndirnar um Hringadróttinssögu voru meðal annars teknar í hlíðum þess.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Ruhapehu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. feb. 2017.