Fara í innihald

Ríóyfirlýsingin um umhverfi og þróun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ríóyfirlýsingin)

Ríóyfirlýsingin um umhverfi og þróun (stundum kölluð Ríóyfirlýsingin eða Ríósáttmálinn) er stutt samþykkt sem var undirrituð á Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Rio de Janeiro árið 1992. Samþykktin setur fram 27 meginreglur til leiðbeiningar um sjálfbæra þróun um allan heim. Í samþykktinni koma fram ýmsar meginreglur sem teljast til þriðju kynslóðar mannréttinda og grænna réttinda. Þar er kveðið á um mengunarbótaregluna (að sá sem mengar beri kostnaðinn af því), varúðarregluna (að náttúran njóti vafans) og umhverfismat. Eins er talað um þátttöku almennings í ákvarðanatöku og baráttu gegn fátækt. Í samþykktinni er líka hnykkt á atriðum eins og fullveldi einstakra ríkja og réttinum til þróunar.

Ríóyfirlýsingin er pólitísk yfirlýsing og ekki lagalega bindandi fyrir þau ríki sem samþykktu hana.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.