Fara í innihald

Mengunarbótareglan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mengunarbótareglan eða greiðslureglan er regla sem kveður á um að sá sem veldur mengun skuli að jafnaði bera þann kostnað sem hlýst af því að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum hennar. Mengunarbótareglan er nefnd í 16. grein Ríóyfirlýsingarinnar um umhverfi og þróun frá 1992. Reglan er mikilvæg undirstaða í allri bandarískri umhverfislöggjöf.

Fjallað er um greiðsluregluna í íslenskum lögum um umhverfisábyrgð.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lög um umhverfisábyrgð nr. 55/2012