Fara í innihald

Ráðstöfunarréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ráðstöfunarréttur er réttur eiganda að eignarrétti til að ráðstafa eign sinni til annarra með löggerningi og með hvaða hætti, eða ekki ráðstafa henni. Þessi réttur gæti verið takmarkaður á grundvelli einkaréttarlegra kvaða eða lagafyrirmæla, eins og samkvæmt forkaupsrétti eða lagafyrirmælum um bann við aðskilnaði tiltekinna réttinda frá fasteign. Þekkt dæmi um hið síðastnefnda er aðskilnaður veiðiréttinda frá fasteign. Þá gæti hann verið skertur alveg varanlega eða tímabundið með eignarnámi eða leigunámi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.