Fara í innihald

Forkaupsréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forkaupsréttur er réttur innan eignarréttar er veitir handhafa hans rétt til að ganga inn í kaupsamning eigandans við þriðja aðila með þeim hætti að handhafi forkaupsréttarins tekur við bæði réttindum og skyldum þriðja aðilans sem í samningnum felast, þar á meðal skilmála um að greiða kaupverðið og réttarins til að fá eignina leysta til sín. Rétturinn er að jafnaði framkvæmdur með þeim hætti að þegar samningur hefur komist á sé seljandanum skylt að bjóða handhafa forkaupsréttarins að ganga inn í kaupin innan tiltekins frestar.

Til forkaupsréttar er ýmist stofnað með löggerningi eða lagafyrirmælum, en síðarnefndi hátturinn er talinn eiga forgang yfir hinn. Innbyrðis þessara stofnunarhátta er beitt þeirri reglu að eldri forkaupsréttur beri forgang yfir þann yngri. Meðal fræðimanna er umdeilt hvort og þá hvenær forkaupsrétturinn telst til eiginlegs eignarréttar þar sem óvíst er hvort hann virkist í einstaka tilvikum eður ei.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.