Fara í innihald

Pólýetýlenterefþalat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
PET
Eðlismassi 1370 kg/
Teygnistuðull (E) 2800–3100 MPa
Togþolt) 55–75 MPa
Mesta mögulega tognun án brots 50–150%
notch test 3,6 kJ/m2
Glass temperature 75 °C
Bræðslumark 260 °C
Vicat B[1] 170
Varmaleiðni 0.24 W/m·K
Varmaútþenslustuðull (α) 7×10−5/K
Eðlisvarmi (c) 1.0 kJ/kg·K
Vatnsdrægni (ASTM) 0,16
Verð 0.5–1.25 /kg
  1. Deformation temperature at 10 kN needle load
source: A.K. vam der Vegt & L.E. Govaert, Polymeren,
van keten tot kunstof, ISBN 90-407-2388-5

Pólýetýlenterefþalat (vanalega skammstafað PET, en einnig PETE og áður PETP og PET-P) er þermóplastsresín af flokki pólýestera sem notað er í ílát undir mat, drykki og ýmsa aðra vökva, og er einnig eitt mikilvægasta hráefnið sem notað er í gerviefni í fatnað (t.d. flís). Það er til bæði myndlaust (glært) og kristallað að hluta (hvítt, ógegnsætt), en það fer eftir vinnsluaðferðum. Efnið myndast við transestrunarhvarf milli etýlenglýkóls og dímetýlterefþalats. Það er framleitt undir vörumerkjunum Arnite, Impet og Rynite; Ertalyte, Hostaphan, Melinex og Mylar (filmur); og Dacron, Terylene og Trevira (þræðir).

Endurvinnslumerki PET með auðkennið 1
Endurvinnslumerki PET með auðkennið 1
Byggingarformúla pólýetýlenterefþalats

Meginkosturinn við PET er að hægt er að endurvinna það fullkomlega. Ólíkt öðrum plastefnum er hægt að endurnýta fjölliður þess. PET hefur resínauðkennið 1, en það er notað til að flokka efnið til endurvinnslu.

Segl eru vanalega gerð úr Dacroni, gerð af PET. Hin léttu og litríku belgsegl eru hins vegar yfirleitt úr næloni.

Fyrirmynd greinarinnar var „Polyethylene terephthalate“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. október 2006. Texti hefur verið þýddur úr ensku greininni.