Prentvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvél frá árinu 1811 sýnd í München

Prentvél er tæki notað til að flytja blek yfir á yfirborð eins og pappír með aðferðinni sem kallast prentun. Vélin þrýstir prentplötu þar sem blek hefur verið borið á niður á pappír til þess að skapa mynd. Í fyrstu voru prentvélar notaðar aðallega til að prenta texta en í dag eru þær notaðar til alls konar prentunar. Hún er talin einn áhrifamesti uppfinningur annars árþúsunds og í kjölfar hennar fylgdi samskiptabyltingin sem hafði mikil áhríf á skilningi fólks um veröldina.

Fyrsta prentvélin var sett saman af Johani Gutenberg árið 1440 og hún var byggð á skrúfuprentvélum sem voru í notkun á þeim tíma. Gutenberg var gullsmiður en þróaði fullkomið prentunarkerfi sem fór fram úr hverju stigi þáverandi prentunaraðferðar. Til þess að gera það bætti hann við þáverandi tækni og fann upp nýja tækni sjálfur. Hann fann upp stafmót sem gerði hægt að framleiða laust letur í fyrsta sinn.[1] Með lausu letri varð prentunaraðferðin miklu styttri og einfaldari og varð hægt að fjöldaframleiða bækur í fyrsta sinn.

Á tíma endurreisnar gæti dæmigerð prentvél prentað um 3.600 blaðsíður á degi, miðað við um 2.000 blaðsíður með handprentun en aðeins fáeinar með handskrift. Bækur eftir vinsæla rithöfunda eins og Marteinn Lúther og Desiderius Erasmus fengust í þúsundum eintaka í fyrsta sinn. Gutenberg fann upp prentvélina í Mainz í Þýskalandi og þaðan hafði hún borist til tæplega tveggja hundrað evrópskra borga í tólf löndum innan tveggja áratuga. Fyrir 1500 höfðu yfir tuttugu milljónir binda verið prentuð í Vestur-Evrópu með prentvélum en fyrir 16. öldina hafði prentvélin borist víðar og þá höfðu um 150–200 milljónir binda verið prentuð.[2]

Í dag eru nútímalegir prentarar algengir í skólum, vinnustöðum og á heimilum og gera það að verkum að auðvelt er að framleiða fjölfaldað efni.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Gotneskt letur og Guðbrandsbiblía“ (PDF). Sótt 16. febrúar 2011.
  2. Febvre, Lucien; Martin, Henri-Jean (1976): "The Coming of the Book: The Impact of Printing 1450-1800", London: New Left Books