Porsche

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Porsche 911 (930)
Porsche 911 (997)
Porsche Cayenne
Porsche Cayman
Porsche Diesel Super

Dr. Ing. h.c. F. Porsche AG stundum nefndur Porsche AG eða bara Porsche er þýskur bílaframleiðandi sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu sportbíla. Fyrirtækið var stofnað 1931 af Ferdinand Porsche (1875–1951), verkfræðingnum sem hannaði fyrstu Volkswagen-bifreiðina. Verksmiðja fyrirtækisins er í Zuffenhausen, skammt frá Stuttgart.

Fyrirtækið Porsche var upphaflega sjálfstætt, og framleiddi t.d. á tímabili líka traktora, en er nú í eigu Volkswagen AG, og Porsche eitt af mörgum merkjum þess fyrirtækis. Hins vegar er Porsche SE eignarhaldsfélagið með ráðandi hlut í Volkswagen fyrirtækinu, og Porsche SE er að meirihluta í eigu austurrísks-þýsku Porsche–Piëch fjölskyldunnar, afkomenda Ferdinand Porsche og tengdasonar hans Anton Piëch (1894–1952).

Bílar sem Porsche framleiðir núna eru 718 Boxster/Cayman, 911 (992), Panamera, Macan, Cayenne og Taycan.

Ferdinand Porsche er best þekktur fyrir að búa til fyrsta bensín–rafmagns bræðingsbílinn (e. hybrid vehicle) Lohner–Porsche (10–14 hestöfl) sem var framleiddur 1900–1905, og fyrir að hanna Volkswagen-bjölluna (e. Volkswagen Beetle), Auto Union kappakstursbílinn, og Mercedes-Benz SS/SSK og fleiri bíla.

Helstu módel[breyta | breyta frumkóða]

Ath.: feitletruð módel eru þau sem nú eru framleidd.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Porsche-klúbbar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.