Pondcastið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pondcastið er íslenskur hlaðvarpsþáttur sem hóf göngu sína þann 10. apríl 2018 og fjallar um norsku myndasöguna Pondus eftir Frode Øverli sem kemur út á Íslandi í Fréttablaðinu. Þátturinn er í umsjón Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Viðars Hjaltasonar (stundum nefndur Jóhann V. Hjaltason í lýsingu þáttana) til skiptis, nema annað sé tekið fram. Þátturinn kemur út á hverjum degi og í hverjum þætti er farið yfir Pondus-myndasögu dagsins, nema það sé ekki hægt vegna óviðráðanlegra ástæðna. Í hverjum þætti koma síðan góðir gestir sem ræða um Pondus frá menningar-, samfélags- og fræðilegum sjónarmiðum.

Uppruni þáttana[breyta | breyta frumkóða]

Óvíst er að alhæfa um uppruna þáttana, en það er vitað að þeir hófu göngu sína þann 10. apríl 2018 og birtust þá á Soundcloud-síðu Pondcastsins. Síðan þá hafa þættirnir verið aðgengilegir á Itunes og fleiri miðlum.

Nöfn og lengd þátta[breyta | breyta frumkóða]

Þættirnir fá nöfn sem vísa til í hvaða seríu þátturinn er, númer hvað þátturinn er í seríunni, dagsetninguna sem vísar í myndasögu dagsins og það sem er talað um í hverjum þætti. Þættirnir eru yfirleitt aldrei lengri en rúmar 8 mínútur. Hins vegar var gerður sérstakur þáttur í tilefni Sumardagsins fyrsta sem var tæplega 26 mínútur að lengd.

Aðstandendur þáttarins[breyta | breyta frumkóða]

Sem stendur hafa 7 einstaklingar birst í þáttunum. Tveir af þessum sjö einstaklingum hafa birst í þáttunum annað hvort sem umsjónarmenn eða viðmælendur en það eru þeir Bjarni Benediktsson og Jóhann V. Hjaltason. Aðrir gestir hafa verið Aðalsteinn Hannesson, Atli Pálsson, Daníel Godsk Rögnvaldsson, Sigmar Darri Unnsteinsson og Una Sóley Sævarsdóttir. Una er sú eina sem hefur svo birst bæði sem gestur og sem tæknimaður. Þess ber einnig að geta að það virðist ríkja smá spenna á milli aðstandenda þáttana og þá sérstaklega á milli Bjarna og Jóhanns. Hefur ósætti komið upp á milli þeirra í þáttunum nokkrum sinnum. Hæst ber að nefna ósættið í þættinum „Íþróttafréttamenn“ en þar virðist vera að Jóhann hafi ákveðið að senda út þátt án þess að Bjarni vissi af því og fengið Aðalstein í lið með sér.

Listi yfir þætti Pondcastsins[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

„S01E01 - 10. apríl 2018 - Pilot“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Bjarni Benediktsson.

Gestir: Aðalsteinn Hannesson og Sigmar Darri Unnsteinsson.

Lengd: 05:49 mín.

„S01E02 - 11. apríl 2018 - Huggers & CloseTalkers“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Bjarni Benediktsson.

Gestir: Jóhann Viðar Hjaltason og Sigmar Darri Unnsteinsson.

Lengd: 05:30 mín.

„S01E03 - 12. apríl 2018 - Samskipti kynjanna“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Bjarni Benediktsson.

Gestir: Aðalsteinn Hannesson og Daníel Godsk Rögnvaldsson.

Lengd: 05:09 mín.

„S01E04 - 13. apríl 2018 - Íþróttafréttamenn“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Jóhann Viðar Hjaltason.

Gestir: Aðalsteinn Hannesson. Sérstakur gestur: Bjarni Benediktsson.

Lengd: 08:14 mín.

„S01E05 - 14. apríl 2018 - Live from Loft Hostel“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Jóhann Viðar Hjaltason.

Gestir: Atli Pálsson og Una Sóley Sævarsdóttir.

Lengd: 05:53 mín.

„S01E06 - 15. apríl 2018 - Gjafaleikur“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Jóhann Viðar Hjaltason.

Gestir: Aðalsteinn Hannesson og Bjarni Benediktsson.

Tæknimaður: Una Sóley Sævarsdóttir.

Lengd: 07:26 mín.

Athuagsemdir: Ekki fjallað um neina Pondus myndasögu þennan dag, þar sem Fréttablaðið kemur ekki út á sunnudögum. Í stað þess var hvatt fólk til að taka þátt í gjafaleik sem aðstandendur þáttarins stóðu fyrir.

„S01E07 - 16. apríl 2018 - Back to the 80s“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Bjarni Benediktsson.

Gestir: Aðalsteinn Hannesson og Daníel Godsk Rögnvaldsson.

Lengd: 08:29 mín.

„S01E08 - 17. apríl 2018 - ...“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Bjarni Benediktsson.

Gestur: Aðalsteinn Hannesson.

Lengd: 08:05 mín.

„S01E09 - 18. apríl 2018 - Afbrýðissemi“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Jóhann Viðar Hjaltason.

Gestir: Daníel Godsk Rögnvaldsson og Sigmar Darri Unnsteinsson.

Lengd: 05:39 mín.

„S01E10 - 19. apríl 2018 - Stóra Wikipediamálið“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Bjarni Benediktsson

Gestir í studíói: Daníel Godsk Rögnvaldsson og Jóhann Viðar Hjaltason.

Fréttaritari á vettvangi: Aðalsteinn Hannesson.

Lengd: 25:59 mín.

Athugasemdir: Sérstakur þáttur gerður í tilefni Sumardagsins fyrsta. Einnig birtist lag í lok þáttarins sem heitir „Lífið er dásamlegt“ sem er sungið af Bjarna Benediktssyni og Sigmari Darra Unnsteinssyni.

„S01E11 - 20. apríl 2018 - Pondushorn Aðalsteins“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Aðalsteinn Hannesson

Gestir í stúdíói: Ekki nokkur einasta manneskja

Lengd: 12:08 mín

Athugasemdir: Aðalsteinn Hannesson hertekur Pondcastið því hann telur þættina ekki hafa fjallað nógu mikið um Pondus myndasöguna sjálfa. Hann segir okkur frá Pondusi og vinum hans ásamt því að ræða hvaða þýðingu Turid-Laila hafði í kynþroska hans. Þátturinn er bannaður börnum yngri en 12 ára.

„S01E12 - 21. apríl 2018 - Útlitsstaðlar“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Jóhann Viðar Hjaltason

Gestir í stúdíói: Aðalsteinn Hannesson og Sigmar Darri Unnsteinsson

Lengd: 05:41 mín

„S01E13 - 22. apríl 2018 - Not Another Pondus Clip Show“[breyta | breyta frumkóða]

Umsjónarmaður: Jóhann Viðar Hjaltason

Gestir í stúdói: Aðalsteinn Hannesson, Bjarni Benediktsson, Sigmar Darri Unnsteinsson og Daníel Godsk Rögnvaldsson

Lengd: 24:33

Athugasemdir: Síðasti þáttur fyrstu seríu. Litið er yfir farinn veg og eftirminnileg augnablik rifjuð upp. Meðlimir þáttarins fara yfir sína uppáhalds minningu og svo er smá rúsina í pulsuenda í lokin.