Fara í innihald

Poki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Poki er ílát úr þunnu, sveigjanlegu efni eins og plasti eða pappír, notað til að bera hluti. Oftast eru þeir hannaðir til að vera notaðir aðeins einu sinni eða nokkrum sinnum, áður en losnað er við þá. Pokar geta annaðhvort verið með handföngum eða ekki og eru missterkir. Pokum er oft dreift í verslunum, sérstaklega matvöruverslunum, til að auðvelda viðskiptavinum að taka innkaupin sín heim. Oft er vörumerki prentað á poka til að auglýsa verslunina þar sem pokinn var gefinn út.

Í mörgum löndum er rukkað fyrir poka í verslunum í dag en sögulega hefur þeim verið dreift viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Ástæðan fyrir rukkunina er sú að of margir einnotapokar eru notaðir sem hefur stór áhrif á umhverfið. Í flestum verslunum er hægt að kaupa fleirnotapoka sem eru gerðir eru sterkara efni og endast þá lengur. Lífbrjótanlegir pokar eru framleiddir í dag, sem hafa minni áhrif á umhverfið því þeir brjóta niður í jörðinni eftir ákveðið tímabil.

Pokar geta líka verið úr vefnaði, eins og striga, og eru endingarbetri en plast- og pappírspokar. Stórir strigapokar heita sekkir. Til eru sérstakar tegundir af pokum til ýmissa nota. Sem dæmi má nefna ruslapoka og tepoka.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.