Fara í innihald

Philip W. Heyman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Philip Wulff Heyman (f. 15. nóvember 1837 í Kaupmannahöfn, d. 15. desember 1893 Kaupmannahöfn) var danskur framkvæmdastjóri, stofnandi ölsmiðjunnar Tuborg og bróðir Isaac W. Heyman. Heyman var af gyðingaættum og er grafinn í gyðinga-„kirkjugarðinum“ Vestre (Mosaisk Vestre Begravelsesplads) í Kaupmannahöfn.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

1858 setti Heyman á fót í Kaupmannahöfn fyrirtæki sem bjó til smjör og fékk innan langs vænan byr í seglin, nefnilega þegar hann fáum árum seinna hóf að flytja út danskt smjör til Englands.

1864 hóf hann, fyrstur í Danmörku, að pakka smjör í blikkdósir og senda það til staða handan sjós. 1866 stofnsetti hann ásamt H. Puggaard & Co. Svínasláturhús Kaupmannahafnar (Københavns Svineslagteri), sem hann seinna varð eini eigandi að, og nokkru seinna stofnaði hann fleiri svínasláturhús í Varde, Assens og Malmø. Til að auka framgang þessara fyrirtækja stóð hann fyrir mikilvægu starfi í kynbótum á svínastofnunum í Danmörku til að mæta kröfum, sem settar voru fram í Englandi.

Heyman studdi við bakið á Martin Dessaus og gerði hann til að mynda framkvæmdastjóra sláturhússins í Assens.

Heyman var einn af stofnendum hlutafélagsins Tuborgs Fabrikker þann 13. maí 1873 og tók seinna meir, við hliðina á sinni þegar umtalsverðu starfsemi, við forstjórastöðu ölsmiðjunnar þegar fyrirtækið var í lélegu ásigkomulagi undir stjórn Leopold Damm. Hann fór yfir alla starfsemina í brugghúsinu og vann það upp í að vera eitt af þeim stærstu og best séðu í Danmörku med þekktum vörumerkjum eins og Rød Tuborg (1875) og Grøn Tuborg (1880).

Heyman var var klár viðskiftajöfur. Með áræðni, fyrirhyggju og vinnusemi eignaðist hann umtalsverðar fjárhæðir. Á sama tíma rak hann þó nokkurt velgerðarstarf.

Hann tók ekki mikinn þátt í opinberu lífi enda var hann alltaf upptekinn við að reka fyrirtækin sín.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Ein af dætrum Heymans, Paula, giftist Benny Dessau, sem var ráðinn til starfa á Tuborg 1891, og sem tók við af honum sem stjóri.

Sonurinn Aage Heyman (1869-1960) tók yfir önnur viðskifta-verkefni (svínaslátrun innlend & erlend). Tvær aðrar dætur voru tengdar listum: Myndhöggvarinn Gerda Madvig og Jenny Seligmann, kvænt málaranum Georg Seligmann.

Systir hans var ennfremur kvænt Moses Ruben sem minnst er fyrir að hafa safnað hljóðupptökum undir lok 19. aldar og til þeirra teljast elstu hljóðupptökur á dönsku sem varðveist hafa.

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Heyman var sæmdur danska riddarakrossinum 1885 og etatsráð 1892.

Við Tuborg Höfn er ennfremur gata nefnd í hausinn á honum.