Peter MacNicol
Peter MacNicol | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Peter C. MacNicol 10. apríl 1954 |
Ár virkur | 1981 - |
Helstu hlutverk | |
Larry Fleinhardt í Numb3rs John Cage í Ally McBeal Tom Lennox í 24 |
Peter C. MacNicol (fæddur 10. apríl 1954) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Ally Mcbeal, 24, Chicago Hope og Numb3rs.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]MacNicol er fæddur og uppalinn í Dallas í Texas og er yngstur af fimm systkinum.[1] MacNicol byrjaði ferill sinn við Háskólann í Dallas og hélt áfram við Háskólann í Minnesota. Á meðan hann var í Minnesota lék hann tvö tímabil við Guthrie Theater. Þar kom umboðsmaður frá New York auga á hann og ráðlagði honum að flytja til Manhattan.
MacNicol býr í Los Angeles með konu sinni, sem rekur The Corie Williams Scholarship Fund, sjálfseignarstofnun sem veitir börnum í Los Angeles námstyrki.
MacNicol stóð með rithöfundunum þegar Writers Guild of America verkfallið stóð yfir.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1980 var MacNicol ráðinn í leikritið Crimes of the Heart. Framleiðslan fluttist í Broadway-leikhús og fékk MacNicol Theatre World verðlaunin. Árið 1987 lék hann í hinni upprunalegu útgáfu af „All the King's Men“, sem var fyrst sýnd í Dallas Theater Center. Þessi útgáfa var gerð og þróuð í samfloti með höfundinum sjálfum. Meðal leikrita sem hann hefur komið fram í: Black Comedy/White Lies, Richard III, Romeo and Juliet, Twelfth Night, Rum and Coke og Found a Peanut.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]MacNicol er þekktastur fyrir að hafa leikið hinn sérvitra lögfræðing John Cage í Ally McBeal og fékk fyrir það Emmy-verðlaun fyrir Besta aukahlutverk leikara í grínseríu árið 2001. Hann lék eðlisfræðinginn Dr. Larry Fleinhardt í Numb3rs og var í vinsælu hlutverki sem Tom Lennox í sjöttu þáttaröð af 24. MacNicol endurtók hlutverk sitt sem Lennox í kvikmyndinni 24: Redemption. Hann mun leika Doctor Octopus í fyrstu seríunni af The Spectacular Spider-Man. Þar að auki hefur hann skrifað handrit sem kallast Salvation on Sand Mountain og er hann titlaður sem framleiðslustjóri og leikstjóri við verkefnið. MacNicol lék barnalækninn Dr. Stark í Grey´s Anatomy.[2]
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Í kvikmyndum þá hefur MacNicol leikið hinn einfalda rithöfund sem varð ástfanginn af Meryl Streep í Sophie's Choice; hinn skrítna safnavörð í Ghostbusters II og sumarbúða leikstjórann Gary Granger í Addams Family Values. Meðal annarra mynda eru HouseSitter og American Blue Note.
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1981 | Dragonslayer | Galen | |
1982 | Sophie´s Choice | Stingo | |
1986 | Heat | Cyrus Kinnick | |
1989 | Ghostbusters II | Dr. Janosz Poha | |
1991 | American Blue Note | Jack Solow | |
1991 | Hard Promises | Stuart | |
1992 | Housesitter | Marty | |
1993 | Addams Family Values | Gary Granger | |
1994 | Radioland Murders | Son Writer | |
1995 | Dracula: Dead and Loving It | R.M. Renfield | |
1996 | Mojave Moon | Tire Repairman | |
1997 | Bean | David Langley | |
1999 | Baby Geniuses | Dan | |
2001 | Recess: School´s Out | Fenwick | Talaði inn á |
2004 | Breakin’ All the Rules | Philip Gascon | |
2005 | Behind the Curtain | Vincent Poinsetta | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1984 | Faerie Tale Theatre | Martin | Þáttur: The Boy Who Left Home to Find Out About the Shivers |
1986 | Johnny Bull | Joe Kovacs | Sjónvarpsmynd |
1987 | The Days and Nights of Molly Dodd | Steve Cooper | Þáttur: Here´s Why They Call the Little One a Jingle and the Big One the Blues |
1990 | By Dawn´s Early Light | Lt. Cmdr. Tom Sedgewicke | Sjónvarpsmynd |
1992-1993 | The Powers That Be | Bradley Grist | 20 þættir |
1993 | Cheers | Mario | Þáttur: Look Before You Sleep |
1994 | Tales from the Crypt | Austin Haggard | Þáttur: Let the Punishment Fit the Crime |
1994 | Roswell | Lewis Rickett | Sjónvarpsmynd |
1996 | Abducted: A Father´s Love | Roy Dowd | Sjónvarpsmynd |
1994-1998 | Chicago Hope | Alan Birch | 31 þættir |
1998 | Silencing Mary | Lawerence Dixon | Sjónvarpsmynd |
1999 | The Angry Beavers | Kid Friendly | Þáttur: The Legend of Kid Friendly/Silent But Deadly |
1999 | Ally | John ´The Biscuit´ Cage | Sjónvarpssería |
1999 | Snowden´s Christmas | Snowden | Sjónvarpsmynd Talaði inn á |
1999 | Olive, the Other Reindeer | Fido | Sjónvarpsmynd Talaði inn á |
2000 | The Pooch and the Pauper | Liberty | Sjónvarpsmynd Talaði inn á |
2000 | The Wild Thornberry´s | Rajy, Monkey | Þáttur: Monkey See, Monkey Don´t Talaði inn á |
2000 | Buzz Lightyear of Star Command | Major | 2 þættir |
1997-2002 | Ally McBeal | John Cage | 104 þættir |
2001 | The Ponder Heart | Daniel frændi | Sjónvarpsmynd |
2003 | Crazy Love | Eiginmaður | Sjónvarpsmynd |
2003 | The Lyon´s Den | Darryl Nicks | Þáttur: The Quantum Theory |
2004 | This Just In | Craig Tindle | 2 þættir |
2005 | Justice League | Chronos | 2 þættir |
2004-2005 | Danny Phantom | Sidney Poindexter | 2 þættir |
2006 | Boston Legal | Dr. Sidney Field | Þáttur: Race Ipsa |
2007 | 24 | Tom Lennox | 24 þættir |
2008 | 24: Redemption | Tom Lennox | Sjónvarpsmynd |
2003-2007 | Harvey Birdman, Attorney at Law | X, the Eliminator | 13 þættir |
2004-2008 | The Batman | Dr. Langstorm | 3 þættir Talaði inn á |
2008-2009 | The Spectacular Spider-Man | Dr. Otto Octavius | 12 þættir |
2005-2010 | Numb3rs | Dr. Larry Fleinhardt | 94 þættir |
2010 | Ben 10: Ultimate Alien | Mr. Webb / Oliver | 2 þættir |
2011 | G.I. Joe: Renedages | Firefly | Þáttur: Homecoming Part 2 |
2011 | Fairly Legal | Dómarinn Smollet | Þáttur: Coming Home |
2010-2011 | Grey's Anatomy | Dr. Robert Stark | 7 þættir |
2011 | Young Justice | Prófessor Ivo | 2 þættir Talaði inn á |
Leikstjóri
[breyta | breyta frumkóða]- Boston Public - Þáttur: Chapter Forty Eight (2002)
- Ally McBeal - 3 þættir (1998-1999)
- Ally - ekki vitað
Handritshöfundur
[breyta | breyta frumkóða]- Numb3rs - 2 þættir (2006-2009)
- Ally McBeal - Þáttur: All of Me (2002)
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Leon Rabin verðlaunin
- 2000: Carrier Achievement verðlaunin.
Dallas Theatre Critics verðlaunin
- 1987: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir All the King´s Men.
Emmy verðlaunin
- 2001: Verðlaun sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 2000: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 1999: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
Monte-Carlo TV Festival
- 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir 24.
Satellite verðlaunin
- 2003: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 1999: Verðlaun sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 1996: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
- 1995: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
Theater World verðlaunin
- 1982: Verðlaun fyrir Crimes of the Heart.
Viewers for Quality Television verðlaunin
- 2000: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 1999: Verðlaun sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 1998: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grínseríu fyrir Ally McBeal.
- 1995: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.filmreference.com/film/3/Peter-MacNicol.html
- ↑ Abrams, Natalie (24. júní 2015). „Exclusive: Peter MacNicol Joins Grey's Anatomy“. TV Guide. CBS Interactive Inc. Sótt 20. mars 2018.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Peter MacNicol“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. október 2009.
- Peter MacNicol á IMDb