Fara í innihald

Peter Greenaway

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Peter Greenaway

Peter Greenaway (f. 5. apríl 1942) er velskur kvikmyndaleikstjóri. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndatökumaður við Upplýsingaskrifstofu bresku stjórnarinnar 1965 og hóf fljótlega að gera listrænar tilraunakvikmyndir. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var The Falls árið 1980, 185 mínútna skálduð heimildamynd um reynslu fólks sem orðið hefur fyrir því sem nefnt er „óþekktur hörmungaratburður“ (e. violent unknown event). Tónlistin í myndinni var samin af Michael Nyman sem síðar gerði tónlist fyrir margar af myndum Greenaways á borð við Teiknarann (e. The Draughtsman's Contract) 1982 og Þeir týna tölunni (Drowning by Numbers) 1988. Þekktasta mynd Greenaways er vafalítið Kokkurinn, þjófurinn, eiginkona hans og elskhugi hennar (e. The Cook, the Thief, His Wife and Her Lover) frá 1989.

Greenaway kom til Íslands í október 2007 og tók á móti heiðursverðlaunum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hann hélt sömuleiðis fyrirlestur í Háskóla Íslands.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.