Fara í innihald

Perlumóðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Perlumóðir

Perlumóðir er náttúruefni sem samanstendur af bæði lífrænum og ólífrænum efnum. Nokkrar samlokategundur framleiða perlumóður sem þekur innra lag skeljanna þeirra. Ysta lag perlu samanstendur af perlumóður. Hún er sterkt, endingargott og lithverft efni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.