Perluhöfn
Jump to navigation
Jump to search
Perluhöfn (enska: Pearl Harbor) er höfn sem liggur vestan við Honolulu á eyjunni Oahu í Hawaii. Stór hluti hafnarinnar og svæðisins í kringum hana er bækistöð bandaríska sjóhersins. Höfuðstöðvar bandaríska kyrrahafsflotans eru í Perluhöfn. Bandaríska ríkisstjórnin fékk fyrst leyfi fyrir skipaviðgerðarstarfsemi þar árið 1887. Þegar Japanir réðust á Perluhöfn árið 1941 flæktust Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina.
Nafn hafarinnar er dregið af hawaiíska orðinu yfir flóann sem höfnin var byggð í, Wai Momi, sem þýðir „perluvötn“.