Penni Peppas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Penni Peppas
Upplýsingar
Fullt nafn Penni Ann Peppas
Fæðingardagur 2. júlí 1972
Fæðingarstaður    Bandaríkin
Leikstaða Leikstjórnandi
Háskólaferill
(1990-1994) Ozarks
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1994–1995
1995–1998
Breiðablik
Grindavík

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 25. ágúst 2017.


Penni Ann Peppas (fædd 2. júlí 1972) er bandarískur fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta. Hún var fyrsti erlendi atvinnumaðurinn í Úrvalsdeild kvenna.[1]

Háskóli[breyta | breyta frumkóða]

Peppas var leikmaður körfuknattleiksliðs Ozarks háskólans frá 1990 til 1994 og endaði feril sinn þar sem stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi með 2170 stig.[2]

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Eftir úskrift árið 1994 þá gekk Peppas til liðs við Breiðablik á atvinnumannasamningi,[3] og varð þar með fyrsti erlendi atvinnumaðurinn í efstu deild kvenna.[1] Hún varð þrívegis stigakóngur á Íslandi (1995-1997) og leiddi deildina einnig í stoðsendingum tímabilið 1996-1997.[4] Peppas varð tvívegis Íslandsmeistari, árið 1995 með Breiðablik[5][6][7][8], þegar hún var einnig valin best leikmaður úrslitakeppninnar[9], og árið 1997 með Grindavík.[10] 15. október 1996 afrekaði Peppas að ná fjórfaldri tvennu í leik á móti ÍR. Hún endaði með 52 stig, 16 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.[11]

Viðurkenningar og titlar[breyta | breyta frumkóða]

  • Besti leikmaður úrslitakeppni kvenna (1995)
  • 2x Íslandsmeistari (1995, 1997)
  • Meistarakeppni kvenna (1997)[12]
  • 3x Stigahæst í efstu deild (1995-1997)
  • Stoðsendingahæst í efstu deild (1997)
  • Heiðurshöll Ozarks háskólans (2002)[13]
  • NAIA All-American (1991-92, 1992-93, 1993-94)
  • Kodak All-American (1992-93)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Kúrekastelpa frá Arkansas“. Morgunblaðið. 4. apríl 1995. Sótt 25. júlí 2017.
  2. „University of the Ozarks Sports Hall of Fame“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 14. apríl 2016. Sótt 25. ágúst 2017.
  3. „Penni Peppas“. Morgunblaðið. 1. október 1994. Sótt 11. ágúst 2017.
  4. Óskar Ó. Jónsson (18. apríl 2003). „Titlar tölfræðinnar í 1. deild kvenna 1994-2003“. KKI.is. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 11. ágúst 2017.
  5. „Breiðablik meistari í fyrstu tilraun!“. Morgunblaðið. 5. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
  6. Blöndal, Björn (5. apríl 1995). „Nýliðarnir fögnuðu meistaratitlinum“. Morgunblaðið. Sótt 11. ágúst 2017.
  7. „Sigur“. Dagblaðið Vísir. 5. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
  8. „Meistarar á fyrsta ári í 1.deildinni“. Dagblaðið Vísir. 5. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
  9. „Herbert Arnarson nýliði ársins og sá besti“. Morgunblaðið. 13. apríl 1995. Sótt 11. ágúst 2017.
  10. Sveinsson, Skúli Unnar (2. apríl 1997). „Ævintýrin gerast enn“. Morgunblaðið. Sótt 11. ágúst 2017.
  11. Grindavík - ÍR, 1. deild kvenna , 15. október 1996
  12. Blöndal, Björn (30. september 1997). „Keflavík og Grindavík meistarar“. Morgunblaðið. Sótt 11. ágúst 2017.
  13. „Hall of Fame - Penni Peppas-Burns ('94)“. uofoathletics.com. University of the Ozarks. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 ágúst 2017. Sótt 11. ágúst 2017.