Paul Engemann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Paul Engemann (fæddur 2. júní 1953) er bandarískur tónlistarmaður sem þekktastur er fyrir lag sitt „Push It to the Limit“ sem notað var í kvikmyndinni Scarface árið 1983.

Með Giorgio Moroder átti Engemann eitt lag á þýska vinsældalistanum; „Reach Out“. Lagið komst hæst í 81. sæti bandaríska vinsældalistans en varð jafnframt opinbert lag 33. sumarólympíuleikanna sem haldnir voru í Los Angeles árið 1984. Þá gaf hann einnig út lögin „American Dream“ árið 1984 (ásamt Giorgio Moroder), „Face To Face“ (1985), „Shannon's Eyes“ (1985, 1986), „Brain Power“ (var notað í kvikmyndinni Summer School árið 1987), „To Be Number One“ (1990) og „NeverEnding Story“ (2000).

Paul Engemann var aðalsöngvari hljómsveitarinnar Device sem gaf einungis út eina breiðskífu sem sveitin kallaði 22B3. Hún kom út árið 1986 og á henni var smáskífan „Hanging on a Heart Attack“ sem komst í 35. sæti bandaríska smáskífulistans.

Engemann tók sér einnig sæti í hljómsveitinni Animotion árið 1988, þá aðalsöngvari ásamt leikkonunni Cynthia Rhodes. Lagið „Room to Move“ var notað í kvikmyndinni My Stepmother Is an Alien. Animotion leystist upp 1990.