Fara í innihald

Paella

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paella frá Valènciu.

Paella er líklega þekktasti réttur Spánar en rétt eins og ítalski ættinginn risotto þá er paella ekki eitthvað sem er greypt í stein. Það er hægt að útbúa paellu á margs konar hátt og nota jafnt kjöt sem fisk. Það er hægt að nota margvíslegar tegundir af kjöti og sjávarréttum og það er hægt að blanda kjöti og sjávarréttum saman.

Ef paellan er gerð eingöngu með sjávarfangi er hún kölluð paella marisco og nota Spánverjar bæði fisk og margvíslegar tegundir af skelfiski. Af kjöti sem gjarnan er notað má nefna kjúkling, önd og kanínu.

Spánverjar nota yfirleitt spænsk grjón sem nefnast calasparra. Hægt er að nota risottogrjónin arborio ef hin fást ekki.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.