Fara í innihald

Risotto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Risotto með grænum bænum

Risotto er upprunnið í Norður-Ítalíu þar sem er töluverð hrísgrjónarækt og ræktuð eru sérstök afbrigði hrísgrjóna sem varla njóta sín á annan hátt en í risotto. Algengustu hrísgrjónin sem notuð eru í risotto eru hin svokölluðu arborio-grjón en einnig er hægt að nota önnur ítölsk afbrigði á borð við carnaroli. Þetta eru stutt, þykk hrísgrjón og er helsta ræktunarsvæði þeirra í Po-dalnum.

Það er tiltölulega lítið mál að búa til afbragðs risotto og hægt er að nota það jafnt sem meðlæti og sem sjálfstæðan rétt. Óendanlega mörg afbrigði eru til af risotto og í raun hægt að gera það eftir sínu höfði þegar maður er kominn upp á lagið. Grunnurinn er hins vegar alltaf sá sami.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.