Jáeindaskanni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá PET)
Á þessari jásjármynd má sjá í miðjunni meinvörp í lifur, meinvörpin koma frá ristilkrabbameini. Að auki sjást eðlileg nýru og heili (heilinn notar mikinn glúkósa og nýrun sía aftur upp mikinn glúkósa úr þvagi) og neðst niðri sést þvagblaðran þar sem geislavirka efnið er losað út með þvagi.
Jáeindaskanni
Ferlið

Jáeindaskanni (einnig nefnt jásjá[1] eða PET af enska heitinu positron emission tomography) er sneiðmyndatæki sem notað er til að nema efnaskiptahraða, efnaupptöku og blóðflæði á mismunandi svæðum líkamans. Það er gert með því að setja geislavirkt efni inn í líkamann og nema jáeindir sem efnið gefur frá sér.

Til að nema krabbamein er geislavirkri samsætu af flúori komið fyrir í glúkósasameind. Efnaskipti eru hröð í krabbameinsvef, hann tekur því til sín meira af geislavirka glúkósanum en annar vefur og það getur jáeindaskanninn numið.

Jáeindaskannar eru talsvert dýrari en aðrir nemar. Fyrsti jáeindaskanninn var tekinn í notkun á Íslandi árið 2018, og var það Íslensk erfðagreining sem fjármagnaði kaupin með 720 milljón króna styrk.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hvað gerist í jáeindaskanna?“. Vísindavefurinn. Sótt 3. febrúar 2021.
  2. „Hefðum átt að setja upp jáeindaskanna sjálf“. RÚV. 23. september 2018. Sótt 3. febrúar 2021.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tæknigrein sem tengist líffræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.