Pólstjarna
Útlit
Pólstjarna er stjarna sem hentugt er að miða við stefnu á Norðurheimskautið eða Suðurheimskautið þar sem hún er nokkurn veginn í sömu stefnu og möndull Jarðar. Pólstjarnan eða Norðurstjarnan (Polaris) er viðmiðið fyrir Norðurskautið og Suðurstjarnan (Sigma Octantis) fyrir Suðurskautið.
Þar sem sýndarstaða þessara stjarna er nokkurn veginn föst á himni er hentugt að taka stefnu miðað við þær þegar siglt er eftir stjörnum.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Pólstjarna.