Pólýfónkórinn og kammersveit – Jólaóratóría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pólýfónkórinn og kammersveit – Jólaóratóría
POL.019/20
FlytjandiPólýfónkórinn, kammersveit, Ingólfur Guðbrandsson, Elísabet Erlingsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Jón Þorsteinsson, Michael Rippon, Rut L. Magnússon, Halldór Vilhelmsson
Gefin útOktóber 2012
StefnaKlassík
ÚtgefandiPólýfónkórinn - Pólýfónfélagið

Pólýfónkórinn og kammersveit – Jólaóratóría er tvöfaldur geisladiskur gefinn út af Pólýfónkórnum[1] árið 2012. Um er að ræða upptökur af flutningi Pólýfónkórsins og kammersveitar á Jólaóratóríu Johann Sebastian Bach frá 1972 (brot) og 1978. Einsöngvarar eru Elísabet Erlingsdóttir, sópran. Sigríður Ella Magnúsdóttir, alt, Jón Þorsteinsson, tenór, Michael Rippon, bassi, Rut L. Magnússon, alt og Halldór Vilhelmsson, bassi. Einleikarar eru Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Pétur Þorvaldsson á knéfiðlu, Bernhard Wilkinson á flautu, Kristján Þ. Stephensen á óbó, Daði Kolbeinsson á enskt horn og Lárus Sveinsson á trompet. Konsertmeistari er Rut Ingólfsdóttir og stjórnandi er Ingólfur Guðbrandsson. Upptaka: Ríkisútvarpið. Tæknimenn voru Sigþór Marínósson og Magnús Hjálmarsson. Tónmeistarar voru Guðmundur Gilsson (1978) og Máni Sigurjónsson (1972). Bjarni Rúnar Bjarnason sá um lokavinnslu fyrir stafræna útgáfu á geisladiskum. Fylgirit með geisladiskum hannaði Jón Trausti Bjarnason og Ívar Brynjólfsson tók ljósmynd á forsíðu.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Diskur 1 og 2 - hljóðritun af tónleikum í Háskólabíói í desember 1978 og brot úr tónleikum í desember 1972:

Jólaóratóría - Höfundur: Johann Sebastian Bach

Tóndæmi[breyta | breyta frumkóða]

Um útgáfuna[breyta | breyta frumkóða]

Á diski 2 er eru resitatív og aríur frá 1972, sem Rut Magnússon og Halldór Vilhelmsson syngja með Pólýfónkórn­um. Þessi viðbót er helguð minningu þeirra Rutar og Halldórs.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pólýfónfélagið gaf út plötur kórsins frá stofnun félagsins árið 2006.
  2. Plötutíðindi 2012, bls. 78.