Fara í innihald

Pólýfónkórinn og Kórskólinn – Jólalög og kirkjuleg verk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pólýfónkórinn og Kórskólinn – Jólalög og kirkjuleg verk
POL.017
FlytjandiPólýfónkórinn, Kórskóli Pólýfónkórsins, Ingólfur Guðbrandsson
Gefin útNóvember 2010
StefnaKlassík, jólalög
ÚtgefandiPólýfónkórinn - Pólýfónfélagið

Pólýfónkórinn og Kórskólinn – Jólalög og kirkjuleg verk er geisladiskur gefinn út af Pólýfónkórnum[1] árið 2010. Um er að ræða disk með 27 jólalögum sem Pólýfónkórinn söng við ýmis tækifæri og tekin voru upp af Ríkisútvarpinu á tímabilinu 1961-1972. Efnið var tekið upp í Kristskirkju, Þjóðleikhúsinu og í Háskólabíói. Í nokkrum laganna syngja nemendur úr Kórskóla Pólýfónkórsins með kórnum. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Bjarni Rúnar Bjarnason sá um endurvinnslu á tónböndum úr safni Ríkisútvarpsins. Myndbandavinnslan & Hljóðriti sá um framleiðslu sem fór fram í Danmörku.

Um upptökurnar[breyta | breyta frumkóða]

Í bæklingi með geisladiski kemur fram að:

 • Lög nr. 1-4 eru tekin upp á jólatónleikum i Kristskirkju í desember 1961.
 • Lag nr. 5 er tekið upp í Þjóðleikhúsinu í september 1964, en þar söng Pólýfónkórinn á samkomu Lútherska heimssambandsins.
 • Lög nr. 6-15 eru tekin upp í Kristskirkju fyrir sjónvarpsdagskrá með Pólýfónkórnum, sem flutt var 1967 og 1968. Hér er um að ræða safn laga sem kórinn flutti áður á tónleikum og eru til í eldri upptökum.
 • Lög nr. 16-17 eru tekin upp í Kristskirkju á tónleikum í maí 1971. Þar syngja Pólýfónkórinn og Kórskólinn saman og einnig víxlsöng.
 • Lög nr. 18-19 eru tekin upp í Kristskirkju í maí 1971. Kórskólinn syngur.
 • Lög nr. 20-27 voru tekin upp án undirleiks fyrir útvarp í Kristskirkju 1972, en kaflar úr Jólaóratóríu voru fluttir þar á tónleikum með hljómsveit.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Bjart er yfir Betlehem
 2. Frá ljósanna hásal. Adeste fideles
 3. Upp skepna hver. Lofsöngur
 4. Hodie, hodie, Christus natus est
 5. Slá þú hjartans hörpustrengi
 6. Ljúfur ómur loftið klýfur
 7. Af himnum ofan boðskap ber
 8. Það aldin út er sprungið - Tóndæmi
 9. Magnum nomen domini
 10. Coventry carol. Lully lulla - Tóndæmi
 11. Ding, dong merrily on high
 12. Kemur hvað mælt var
 13. Ó, Jesúbarn blítt
 14. Gloria in excelsis
 15. Sof þú barnið blíða, góða
 16. Canticorum jubilo - Tóndæmi
 17. Laudate Dominum
 18. Rís lofsöngsmál við klið og köll
 19. Heilig, heilig, heilig
 20. Hve mun ég mega ganga
 21. Sjá, barnið kæra, bólið þitt
 22. Rís morgunelding yfir storð
 23. Við móðurbarm í kaldri kró
 24. Af englasveitum
 25. Vér fögnum komu frelsarans
 26. Ég sem hef þig augum séðan
 27. Því fögnum vér að frelsarinn er

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Pólýfónfélagið gaf út plötur kórsins frá stofnun félagsins árið 2006.