Pólýfónkórinn - Sönglög og Mótettur
Sönglög og Mótettur í flutningi Pólýfónkórsins | |
---|---|
POL.022 | |
Flytjandi | Pólýfónkórinn, stjórnandi Ingólfur Guðbrandsson. |
Gefin út | Nóvember 2013 |
Stefna | Sönglög og Mótettur |
Útgefandi | Pólýfónfélagið, umsjón Guðmundur Guðbrandsson |
Stjórn | Hljóðmenn Ríkisútvarpsins 1961-1973 |
Sönglög og Mótettur er geisladiskur með safni sönglaga og mótetta í flutningi Pólýfónkórsins. Um er að ræða upptökur af tónleikum kórsins á tímabilinu 1961-1973. Stjórnandi kórsins er Ingólfur Guðbrandsson. Pólýfónfélagið gefur diskinn út og umsjón með útgáfu var í höndum Guðmundar Guðbrandssonar. Hljóðmenn Ríksútvarpsins stjórnuðu upptökum. Bjarni Rúnar Bjarnason sá um yfirfærslu í stafrænt form og lokafrágang. Fylgirit með geisladiski hannaði Jón Trausti Bjarnason. Málverk á forsíðu fylgirits er La Madonna del Magnificat eftir Sandro Botticelli (1445-1510).
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Einum unni’ eg manninum - Lag – texti: Íslenskt þjóðlag, íslensk þjóðvísa frá 16. öld. Raddsetning: Emil Thoroddsen. Upptaka: 1973
- Máríuvers - Lag – texti: Páll Ísólfsson, Davíð Stefánsson. Upptaka: 1973
- Ég beið þín lengi, lengi - Lag – texti: Páll Ísólfsson, Davíð Stefánsson. Upptaka: 1973
- Bon jour mon coeur - Lag – texti: Orlando di Lasso, franskt miðaldakvæði. Upptaka: 1973
- It was a lover - Lag – texti: Thomas Morley, William Shakespeare. Upptaka: 1973
- Nun fanget an - Lag – texti: Hans Leo Hassler, þýskt ljóð frá 16. öld. Upptaka: 1973
- Zum lobe der Musik - Lag – texti: Johannes Driessler, þýskur alþýðutexti. Upptaka: 1967
- O, crux ave - Lag – texti: G. da Palestrina, latneskur kirkjutexti frá VI. öld. Upptaka: 1961
- Super flumina - Lag – texti: G. da Palestrina, biblíutexti úr sálmi 136. Upptaka: 1961
- O, bone Jesu - Lag – texti: Marco A. Ingegnieri, latnesk miskunnarbæn. Upptaka: 1968
- Von Morgens früh - Lag - texti: Orlando di Lasso, gömul þýsk morgunbæn. Upptaka: 1962
- Heac dies - Lag – texti: William Byrd, latneskur páskatexti. Upptaka: 1970
- Popule meus - Lag – texti: Tomas Luis Victoria, latneskur biblíutexti. Upptaka: 1970
- Also hat Gott - Lag – texti: Heinrich Schütz, úr Jóhannesarguðspjalli. Upptaka: 1970
- Ich bin ein rechter - Lag – texti: Heinrich Schütz, þýskur biblíutexti úr Jóhannesarguðspjalli. Upptaka: 1965
- Es ist erschienen - Lag – texti: Heinrich Schütz, þýskur biblíutexti Titusarbók. Upptaka: 1970
- Verleih uns Frieden - Lag – texti: Heinrich Schütz, þýsk friðarbæn (Da Pacem). Upptaka: 1970
- Unser Leben - Lag – texti: Johann Bach, þýskur biblíutexti. Upptaka: 1962
- Magnificat anima mea - Lag – texti: Dietrich Buxtehude, latneskur biblíutexti. Upptaka: 1961
Um upptökur og efni
[breyta | breyta frumkóða]Í fylgiriti með útgáfunni er umfjöllun um upptökur og efni geisladisksins, en einnig rætt um útgáfur með verkum Pólýfónkórsins frá upphafi. Umfjöllun er um Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara og aðkomu hennar að kórnum og fjallað um starfsemi Pólýfónfélagsins frá stofnun þess árið 2006.