Pólýfónkórinn, Sine Musica Nulla Vita!
Pólýfónkórinn - Sine Musica Nulla Vita! | |
---|---|
POL.014 | |
Flytjandi | Pólýfónkórinn, Ingólfur Guðbrandsson |
Gefin út | 2008 |
Stefna | Klassík |
Útgefandi | Pólýfónkórinn - Pólýfónfélagið |
Pólýfónkórinn - Sine Musica Nulla Vita! er geisladiskur gefinn út af Pólýfónkórnum[1] árið 2008 í tilefni 50 ára afmælis kórsins. Um er að ræða endurútgáfu af fyrstu hljómplötu kórsins[2] sem tekin var upp í Stokkhólmi í júní 1973 þegar hann fór í söngferð til Danmerkur og Svíþjóðar. Á henni eru fluttar perlur frá endurreisnartímanum og íslensk nútímatónlist. RCA Victrola gaf plötuna út. Hljóðmeistari var Sylve Sjöberg en upptökustjóri var Frank Hedman. Upptakan var í gerð í Studio 2 hjá Sveriges Radio. Söngstjóri er Ingólfur Guðbrandsson. Allur flutningur er án undirleiks. Endurunnin stafræn yfirfærsla 2008: Myndbandavinnslan & Hljóðriti. Hönnun: Grafíska vinnustofan.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Exultate Deo – Höfundur: Alessandro Scarlatti
- Jubilate Deo - Höfundur: Orlando di Lasso
- Auf dich traue ich - Höfundur: Heinrich Schütz
- Ave Maria - Höfundur: Josquin des Prés - ⓘ
- Stabat Mater - Höfundur: Giovanni Palestrina - ⓘ
- Lausnarinn, kóngur kriste - Höfundur: Fjölnir Stefánsson
- Svo vítt um heim sem sólin fór - Höfundur: Fjölnir Stefánsson
- Requiem – Kyrie – Dies Irae – Höfundur: Páll P. Pálsson
- Lofsöngur engla - Höfundur: Þorkell Sigurbjörnsson
Um útgáfuna
[breyta | breyta frumkóða]Veglegt hefti fylgir geisladiskinum þar sem finna má skrá yfir kórfélaga 1973, stutta umfjöllun um íslensku tónskáldin, ljósmyndir, greinar, gagnrýni og alla söngtexta. Guðmundur Guðbrandsson fylgir útgáfunni úr hlaði:
„Á þessu ári, 2008, eru 50 ár liðin síðan nýstofnaður kór hélt sína fyrstu tónleika undir nafninu Pólýfónkórinn. Þeir tónleikar voru haldnir í Gamla bíói í apríl 1958 við góöar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda. Tónleikar kórsins vöktu strax athygli fyrir verkefnaval og nýjan hljóm í flutningi. Kórinn starfaði samfellt í 30 ár en síðustu opinberu tónleikamir voru haldnir i Háskólabíói í nóvember 1988.
Í maí 2006 var stofnað félag í þeim tilgangi að varðveita minningu um starf kórsins, vinna að útgáfu á því efni sem varðveitt er hjá Ríkisútvarpinu, og safna ýmsum gögnum um starfsemi kórsins til varðveislu á opinberum söfnum. Þetta félag sem fékk nafnið Pólýfónfélagið, hefur síðan unnið markvisst að þessum málum.
Það er stefna Pólýfónfélagsins að halda áfram að gefa út það besta úr gömlum upptökum úr safni Ríkisútvarpsins og víðar að. Félagið hefur notið styrks og velvildar hjá fjölmörgum aðilum og væntir þess að svo verði áfram. Stafrænar útgáfur á geisladiskum stuðla að útbreiðslu þeirrar tónlistar, sem Pólýfónkórinn lagði áherslu á að flytja. Það ætti að vera kærkomin viðbót og tilbreyting við hið mikla framboð af tónlist, sem nú er útvarpað allan sólarhringinn alla daga ársins.”
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pólýfónfélagið gaf út plötur kórsins frá stofnun félagsins árið 2006.
- ↑ Sjá umfjöllun um fyrstu hljómplötu Pólýfónkórsins.