Fjöletýlen
Útlit
(Endurbeint frá Pólýetýlen)
Fjöletýlen (einnig kallað pólýetýlen eða PE) er algengasta plastefnið sem framleitt er í dag. Heimsframleiðsla á efninu nær 80 milljónum tonna á ári. Helsta notkun þess er í umbúðum (plastpokum, plastfilmum, flöskum, o.s.frv.). Til eru margar tegundir fjöletýlens en flestar hafa eftirfarandi formúluna (C2H4)nH2. Því er fjöletýlen yfirleitt blanda lífrænna efnasambanda sem hafa mismunandi n-gildi.