Fjölvínýlklóríð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölvínýlklóríð eða PVC-plastefni (einnig kallað pólývínýlklóríð eða vínyll) er plastefni úr vínýlklóríði sem notað er í margs konar vörur svo sem leikföng, regnföt, stígvél, frárennslisrör og ýmsa kapla. Það er þriðja mest framleidda plastefni á eftir fjöletýlen og fjölprópýlen.

Þegar fjölvínýlklóríð brennur getur myndast díoxín. Oft er bætt efnum í fjölvínýlklóríð til að það fái ákveðna eiginleika. Þalöt eru skaðleg mýkingarefni sem oft er blandað í fjölvínýlklóríðs en þalöt eru talin raska hormónajafnvægi líkamans.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.